Erlent

Mótmæla árssetu forsetans

Boði Logason skrifar
Frá mótmælunum í Egyptalandi
Frá mótmælunum í Egyptalandi Mynd/Afp
Að minnsta kosti sjö létust og yfir sex hundruð slösuðust í hörðum mótmælum á milli andstæðinga og stuðningsmanna Múhammed Morsí, forseta Egyptalands, í Kaíró í nótt.

Fimm hinna látnu voru skotnir til bana, að sögn Sky News fréttastofunnar. Yfir fimm hundruð þúsund manns mótmæltu um helgina í tilefni þess að eitt ár er síðan Morsí tók við völdum, en múgurinn krefst þess að hann segi af sér.

Yfirvöld í landinu segja að öryggisgæsla í miðborg Kaíró hafi verið efld til muna og heilbrigðisráðuneytið segir að sjúkrahús í borginni væru komin á hæsta viðvörunarstig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×