Erlent

Vilja fleiri tegundir hjónabanda

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Fjórar eiginkonur bandaríska mormónans Tom Green, sem dæmdur var fyrir fjölkvæni árið 2001.
Fjórar eiginkonur bandaríska mormónans Tom Green, sem dæmdur var fyrir fjölkvæni árið 2001. nordicphotos/AFP
Viðurkenning Hæstaréttar Bandaríkjanna á hjónaböndum samkynhneigðra vekur mormónum von um að fjökvænishefð þeirra geti einnig orðið viðurkennd.

Um þetta er fjallað á vef tímaritsins The Economist, þar sem spurt er: "Er hægt að neita því að fjölkvænisfjölskyldum, sem búa við ólöglegt hjónabandsfyrirkomulag sem ekki nýtur almennrar viðurkenningar, sé neitað um jafnan rétt til frelsis og þurfi að líða vanvirðandi mismunun?"

Stuðningsmenn fjölkvænis segja að þar séu á ferðinni fullorðnir einstaklingar sem búa saman í gagnkvæmu samkomulagi, þótt viðurkenning samfélagsins sé ekki fyrir hendi.

"Tilvera okkar hefur verið látin varða við lög," er haft eftir Joe Darger á bandaríska fréttavefnum Buzzfeed, "og ég tel að stjórnvöld verði nú að viðurkenna við höfum rétt til frelsis með sama hætti og aðrir." Darger býr með þremur eiginkonum sínum í Utah, eins og margir aðrir mormónar þar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×