Erlent

Útlit fyrir að Eurovision verði ekki í Köben

Gissur Sigurðsson skrifar
Emmelie De Forest, vann Eurovision fyrir hönd Dana í maí síðastliðnum.
Emmelie De Forest, vann Eurovision fyrir hönd Dana í maí síðastliðnum. Mynd/AFP
Útlit er fyrir að næsta söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verði ekki haldinn í Parken, þjóðarleikvangi Dana í Kaupmannahöfn, eins og flestir höfðu slegið föstu.

Á vefnum Túrista.is kemur fram að rekstraraðillar Parken hafi meiri áhuga á að þar sé leikin knattspyrna, þær sex vikur sem leikvangurinn yrði upptekinn vegna söngvakeppninnar.

Á því tímabili á kaupmannahafnarliðið FCK til dæmis nokkra leiki fyrir höndum á vellinum. Verði þetta niðurstaðan koma tvær borgir á Jótlandi einkum til greina, Horsens eða Herning, en í tónlistarhöllum þeirra borga hafa margar stórstjórnur komið fram.

Má þar nefna Madonnu, Rolling Stones og Paul McCartney. 

Jótlandspósturinn greindi nýverið frá því að áhugafólk um keppnina væri þegar farið að panta gistingu í Kaupmannahöfn 13. til 17 maí á næsta ári, og jafnvel flugmiða, en nú er sú fyrirhyggja að líkindum að engu orðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×