Erlent

Snowden hefur sótt um hæli í Rússlandi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
Vladimír Pútín Rússlandsforseti Nordicphotos/AFP
"Ef hann vill vera hér, þá er eitt skilyrði: Að hann láti af þeirri háttsemi sinni að valda bandarískum félögum okkar skaða, svo undarlega sem það kann að hljóma af mínum vörum," sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti á blaðamannafundi.

Hann var þar að tala um bandaríska uppljóstrarann Edward Snowden, sem situr fastur og vegabréfalaus á flugvelli í Moskvu. 

Rússneska fréttastofan Interfax fullyrti rétt í þessu að Snowden hefði sótt um hæli í Rússlandi, og segir að rússneskur sendiráðsstarfsmaður hafi staðfest þetta.



"Ef hann vill fara eitthvert og einhverjir vilja taka við honum, þá er honum það velkomið," bætti Pútín við.

Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi einnig mál Snowdens á blaðamannafundi í Tansaníu í dag. Hann sagði þar að æðstu embættismenn Rússlands og Bandaríkjanna væru að ræða örlög Snowdens sín á milli, meðal annars um hugsanlegt framsal Snowdens til Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×