Erlent

Lést eftir að hafa gleypt batterí

Lítil litíumbatterý eru algeng í fjarstýringum, leikföngum og hitamælum.
Lítil litíumbatterý eru algeng í fjarstýringum, leikföngum og hitamælum. MYND/GETTY
Fjögurra ára bandarísk telpa lést í gær eftir að hafa gleypt smátt litíumbatterí. Batteríið kom af stað blæðingu í maga telpunnar sem leiddi til þess að hún lét lífið.

Telpan var flutt með þyrlu á spítala skömmu eftir atvikið þar sem batteríinu var náð upp úr henni, en því miður dugði það ekki til og lést hún af sárum sínum.

Susan Teerds, talsmaður barnaverndarsamtakanna Kidsafe Queensland, sagði í viðtali í dag að slík batterí leyndust á mörgm heimilum, til dæmis í leikföngum, fjarstýringum og hitamælum. Hún hvatti foreldra til að ganga úr skugga um að slíkir hlutir séu á öruggum stöðum. „Þegar barn gleypir rafhlöðu flækist það oft í vélinda, nálægt raddböndunum. Þegar aðskotahluturinn hefur skorðað sig byrjar hann að brenna líffærin hvert á fætur öðru“ sagði hún.

Daily Telegraph greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×