Erlent

Sagði fréttamanni að þegja í miðjum leik

Boði Logason skrifar
Belgíska tenniskonan Kirsten Flipkens hætti í miðjum leik til að kvarta yfir fréttamanni breska ríkisútvarpsins.
Belgíska tenniskonan Kirsten Flipkens hætti í miðjum leik til að kvarta yfir fréttamanni breska ríkisútvarpsins.
Óvenjuleg uppákoma varð á Wimbleddon tennis-mótinu í Lundúnum í gær þegar hin belgíska Kirsten Flipkens hætti í miðjum leik til að kvarta yfir fréttamanni breska ríkisútvarpsins.

Sagði hún að John Watson, sem var að lýsa leiknum fyrir áhorfendum, talaði alltof hátt og truflaði einbeitingu sína. Dómarinn bað „fréttamanninn í brúnu jakkafötunum að tala lægra“ í hátalakerfinu á tennisvellinum.

Watson sagði við áhorfendur að þetta væri fjarstæðukenndar ástæður - á sínum ferli hefði keppandi á mótinu aldrei sagt sér að þegja - og það í miðjum keppnisleik!

Hann bað belgísku tenniskonuna afsökunar eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×