Spennan vex í Egyptalandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. júlí 2013 11:00 Mótmælendur í morgunsárið. Mynd/AP Egyptar búa sig undir þriðja mótmæladaginn í röð. Fjöldi manns dvaldi í tjöldum yfir nóttina í miðborg Kaíró. Múhamed Morsi forseti hafnar ekki beint úrslitakostum hersins, sem gaf honum í gær tveggja sólarhringa frest til að ná sáttum við andstæðinga sína. Hann segir þó að ákveðin atriði í yfirlýsingu hersins geti skapað óróleika í þeirri flóknu stöðu, sem nú er uppi í landinu. Herinn sendi seint í gær frá sér viðbótaryfirlýsingu, þar sem hann ítrekar að ekki standi til að gera stjórnarbyltingu: "Hugmyndafræði og menning egypska hersins gerir ekki ráð fyrir því að stefnt sé að herforingjabyltingu." Í fyrri yfirlýsingu hersins segir hins vegar að hann muni birta eigin "vegakort til framtíðar" og kynna hvernig hann hugsi sér að framkvæma það, takist ekki sátt innan tveggja sólarhringa. Hundruð þúsunda manna tóku þátt í mótmælum í Kaíró og fleiri borgum Egyptalands í gær. Síðla dags fóru stuðningsmenn Morsis forseta einnig á stjá, og kom sums staðar til átaka. Viðburðaríkir tímar í EgyptalandiMótmælin gegn Mubarak 2011.2011 25. janúar hefjast fjöldamótmæli um land allt gegn Hosni Mubarak, sem hafði verið einráður í landinu í nærri þrjá áratugi.11. febrúar Mubarak hrökklast frá völdum og felur þau hernum. Tveimur dögum síðar leysir herinn upp þingið að kröfu almennings.19. mars Stjórnarskrárbreytingar samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu.28. nóvember Þingkosningar hefjast, en eru haldnar í áföngum til 15. febrúar 2012. Íslamistar vinna glæstan sigur.201223.-24. maí Fyrri umferð forsetakosninga. Mohammed Morsi og Ahmad Shafiq fá flest atkvæði.Morsi tekur við 2012.14. júní Stjórnarskrárdómstóll landsins leysir upp neðri deild þingsins. Herinn bregst fljótt við og rýmir þingið.16.-17. júní Seinni umferð forsetakosninga. Morsi sigrar naumlega en herforingjastjórnin tók sér aukin völd á kostnað forseta með stjórnarskrárbreytingu.30. júní Morsi tekur formlega við embætti.12. ágúst Morsi sendir helstu leiðtoga hersins í helgan stein og ógildir síðustu stjórnarskrárbreytingu hersins.19. nóvember Fulltrúar frjálslyndra flokka segja af sér þingmennsku á stjórnlagaþinginu, sem þjóðþingið hafði stofnað til áður en það var leyst upp.Mótmælin gegn Morsi 2013.22. nóvember Morsi tekur sér einhliða stóraukin völd stuttu áður en dómarar hugðust kveða upp úrskurð um lögmæti stjórnlagaþings og efri deildar þingsins. Fjölmenn mótmæli brjótast út gegn Morsi.30. nóvember Stjórnlagaþingið lýkur gerð nýrrar stjórnarskrár í nokkrum flýti. Mótmæli halda áfram.15. og 22. desember Ný stjórnarskrá samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosningaþátttakan er 33 prósent, en 64 prósent þeirra studdu stjórnarskrána.201325. janúar Hundruð þúsunda mæta á mótmælafundi gegn Morsi þegar tvö ár eru liðin frá upphafi mótmælanna gegn Mubarak.30. júní Milljónir manna taka þátt í mótmælum í Kaíró og víðar gegn Morsi og krefjast afsagnar hans. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Egyptar búa sig undir þriðja mótmæladaginn í röð. Fjöldi manns dvaldi í tjöldum yfir nóttina í miðborg Kaíró. Múhamed Morsi forseti hafnar ekki beint úrslitakostum hersins, sem gaf honum í gær tveggja sólarhringa frest til að ná sáttum við andstæðinga sína. Hann segir þó að ákveðin atriði í yfirlýsingu hersins geti skapað óróleika í þeirri flóknu stöðu, sem nú er uppi í landinu. Herinn sendi seint í gær frá sér viðbótaryfirlýsingu, þar sem hann ítrekar að ekki standi til að gera stjórnarbyltingu: "Hugmyndafræði og menning egypska hersins gerir ekki ráð fyrir því að stefnt sé að herforingjabyltingu." Í fyrri yfirlýsingu hersins segir hins vegar að hann muni birta eigin "vegakort til framtíðar" og kynna hvernig hann hugsi sér að framkvæma það, takist ekki sátt innan tveggja sólarhringa. Hundruð þúsunda manna tóku þátt í mótmælum í Kaíró og fleiri borgum Egyptalands í gær. Síðla dags fóru stuðningsmenn Morsis forseta einnig á stjá, og kom sums staðar til átaka. Viðburðaríkir tímar í EgyptalandiMótmælin gegn Mubarak 2011.2011 25. janúar hefjast fjöldamótmæli um land allt gegn Hosni Mubarak, sem hafði verið einráður í landinu í nærri þrjá áratugi.11. febrúar Mubarak hrökklast frá völdum og felur þau hernum. Tveimur dögum síðar leysir herinn upp þingið að kröfu almennings.19. mars Stjórnarskrárbreytingar samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu.28. nóvember Þingkosningar hefjast, en eru haldnar í áföngum til 15. febrúar 2012. Íslamistar vinna glæstan sigur.201223.-24. maí Fyrri umferð forsetakosninga. Mohammed Morsi og Ahmad Shafiq fá flest atkvæði.Morsi tekur við 2012.14. júní Stjórnarskrárdómstóll landsins leysir upp neðri deild þingsins. Herinn bregst fljótt við og rýmir þingið.16.-17. júní Seinni umferð forsetakosninga. Morsi sigrar naumlega en herforingjastjórnin tók sér aukin völd á kostnað forseta með stjórnarskrárbreytingu.30. júní Morsi tekur formlega við embætti.12. ágúst Morsi sendir helstu leiðtoga hersins í helgan stein og ógildir síðustu stjórnarskrárbreytingu hersins.19. nóvember Fulltrúar frjálslyndra flokka segja af sér þingmennsku á stjórnlagaþinginu, sem þjóðþingið hafði stofnað til áður en það var leyst upp.Mótmælin gegn Morsi 2013.22. nóvember Morsi tekur sér einhliða stóraukin völd stuttu áður en dómarar hugðust kveða upp úrskurð um lögmæti stjórnlagaþings og efri deildar þingsins. Fjölmenn mótmæli brjótast út gegn Morsi.30. nóvember Stjórnlagaþingið lýkur gerð nýrrar stjórnarskrár í nokkrum flýti. Mótmæli halda áfram.15. og 22. desember Ný stjórnarskrá samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosningaþátttakan er 33 prósent, en 64 prósent þeirra studdu stjórnarskrána.201325. janúar Hundruð þúsunda mæta á mótmælafundi gegn Morsi þegar tvö ár eru liðin frá upphafi mótmælanna gegn Mubarak.30. júní Milljónir manna taka þátt í mótmælum í Kaíró og víðar gegn Morsi og krefjast afsagnar hans.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira