Erlent

Abbas bjartsýnn á viðræður

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Abbas á Ítalíu ásamt Enrico Letta forsætisráðherra.
Abbas á Ítalíu ásamt Enrico Letta forsætisráðherra. Nordicphotos/AFP
Mahmúd Abbas, forseti Palestínu, segist bjartsýnn á að John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, geti komið friðarviðræðum við Ísrael af stað á ný.

Kerry átti um síðustu helgi fundi bæði með Abbas og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í von um að geta blásið nýju lífi í friðarferlið sem legið hefur í dvala árum saman.

Á blaðamannafundi á Ítalíu, þar sem Abbas er nú staddur í opnberri heimsókn, sagði hann að Kerry hafi komið með "gagnlegar og uppbyggilegar tillögur." Abbas sagði Palestínumenn vera bjartsýna því Kerry taki verkefnið föstum tökum og sé staðráðinn í að finna lausn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×