Fjölskylduharmleikur í Stavanger - "Samfélagið hérna slegið yfir fréttunum" Boði Logason skrifar 2. júlí 2013 12:47 Svo virðist sem tuttugu og þriggja ára piltur hafi myrt foreldra sína í Stavangri í Noregi í gærdag. Mynd/NRK Svo virðist sem tuttugu og þriggja ára piltur hafi myrt foreldra sína í Stavanger í Noregi í gærdag. Íslendingur í bænum segir samfélagið í bænum slegið yfir fréttunum. Það var síðdegis í gær sem þrettán ára piltur hringdi í lögregluna í Stavanger og tilkynnti um hávaða og högg í íbúð hjá nágranna sínum. Lögreglan kom á staðinn, en taldi ekki ástæðu til að bregðast við. Klukkan átta í gærkvöldi tilkynnir annar nágranni um blóðug spor fyrir utan íbúðina, sem er í Tasta-hverfinu. Atli Steinn Guðmundsson, býr í Stavanger. „Og þá fer lögreglan þarna á staðinn og finnur látinn karlmann um sextugt og alvarlega slasaða konu með hnífstungusár. Hún deyr svo á Háskólasjúkrahúsinu í Stavanger á fjórða tímanum í nótt. Og það næsta í málinu er að einstaklingur sem er að öllum líkindum sonur þessara hjóna, tuttugu og þriggja ára, ekur framan á vöruflutningabíl á fullri ferð klukkan hálf tíu í gærkvöldi í Bjerkreim. Hann lætur lífið samstundis. Þó að lögreglan hafi ekki farið út með það ennþá að hann sé árásaraðilinn, er auðvitað freistandi að draga þá ályktun - en þeir hafa ekki viljað segja það enn þá," segir hann.Atli Steinn Guðmundsson hefur búið í Stavanger í þrjú ár, hann segir samfélagið slegið yfir þessum fréttum.Mynd/atlisteinn.isHann segir að mikið sé fjallað um málið í norskum fjölmiðlum. „Jájá, það eru allir norskir fjölmiðlar með þetta. Ég segi nú ekki að morð og manndráp séu daglegt brauð hér í Stavanger, það gerist þó annað slagið. Þetta er dramatískt þegar heil fjölskylda á í hlut auðvitað. Það er alveg ljóst að allt samfélagið hérna í Stavanger og nágrenni er slegið yfir þessum fréttum,“ segir hann. „Stavanger er ekkert ósvipð höfuðborgarsvæðinu á Íslandi. Það er ein borg í miðjunni og minni sveitarfélög í kringum. Hérna eru auðvitað fíkniefni og ofbeldi, sem fylgja stærri þéttbýliskjörnum um allan heim. En þetta er óskaplega rólegt og þægilegt umhverfi að öllu jöfnu, og mjög öruggt myndi ég segja hafandi búið hérna í þrjú ár.“Þannig að fólki er brugðið? „Já, það er alveg klárt að þetta er stórmál á norskum mælikvarða, hvort sem um sé að ræða Osló eða þessi minni svæði.“Umfjöllun NRK. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Svo virðist sem tuttugu og þriggja ára piltur hafi myrt foreldra sína í Stavanger í Noregi í gærdag. Íslendingur í bænum segir samfélagið í bænum slegið yfir fréttunum. Það var síðdegis í gær sem þrettán ára piltur hringdi í lögregluna í Stavanger og tilkynnti um hávaða og högg í íbúð hjá nágranna sínum. Lögreglan kom á staðinn, en taldi ekki ástæðu til að bregðast við. Klukkan átta í gærkvöldi tilkynnir annar nágranni um blóðug spor fyrir utan íbúðina, sem er í Tasta-hverfinu. Atli Steinn Guðmundsson, býr í Stavanger. „Og þá fer lögreglan þarna á staðinn og finnur látinn karlmann um sextugt og alvarlega slasaða konu með hnífstungusár. Hún deyr svo á Háskólasjúkrahúsinu í Stavanger á fjórða tímanum í nótt. Og það næsta í málinu er að einstaklingur sem er að öllum líkindum sonur þessara hjóna, tuttugu og þriggja ára, ekur framan á vöruflutningabíl á fullri ferð klukkan hálf tíu í gærkvöldi í Bjerkreim. Hann lætur lífið samstundis. Þó að lögreglan hafi ekki farið út með það ennþá að hann sé árásaraðilinn, er auðvitað freistandi að draga þá ályktun - en þeir hafa ekki viljað segja það enn þá," segir hann.Atli Steinn Guðmundsson hefur búið í Stavanger í þrjú ár, hann segir samfélagið slegið yfir þessum fréttum.Mynd/atlisteinn.isHann segir að mikið sé fjallað um málið í norskum fjölmiðlum. „Jájá, það eru allir norskir fjölmiðlar með þetta. Ég segi nú ekki að morð og manndráp séu daglegt brauð hér í Stavanger, það gerist þó annað slagið. Þetta er dramatískt þegar heil fjölskylda á í hlut auðvitað. Það er alveg ljóst að allt samfélagið hérna í Stavanger og nágrenni er slegið yfir þessum fréttum,“ segir hann. „Stavanger er ekkert ósvipð höfuðborgarsvæðinu á Íslandi. Það er ein borg í miðjunni og minni sveitarfélög í kringum. Hérna eru auðvitað fíkniefni og ofbeldi, sem fylgja stærri þéttbýliskjörnum um allan heim. En þetta er óskaplega rólegt og þægilegt umhverfi að öllu jöfnu, og mjög öruggt myndi ég segja hafandi búið hérna í þrjú ár.“Þannig að fólki er brugðið? „Já, það er alveg klárt að þetta er stórmál á norskum mælikvarða, hvort sem um sé að ræða Osló eða þessi minni svæði.“Umfjöllun NRK.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira