Erlent

Yaris og fleiri bílar innkallaðir

Jakob Bjarnar skrifar
Toyota ætlar að innkalla
Toyota ætlar að innkalla
Toyota ætlar að innkalla í kringum 185,000 farartæki, þar á meðal Yaris, vegna galla í rafkerfi stýrisbúnaðar bílanna sem veldur því að þeir verða þyngri í stýri. Yaris-bílar, sem þekktir eru sem Vitz í Japan, og smíðaðir voru frá í nóvember 2010 þar til í mars 2012 hafa verið innkallaðir sem og Versa-S, tegund sem framleidd var frá í ágúst 2010 til í ágúst 2011.

Þessi söluhæsti bílaframleiðandi veraldar mun þannig kalla inn um 130 þúsund farartæki í Japan, um 7.050 í Þýskalandi og um 7.000 í Frakklandi auk nokkurra annarra landa. Engin slys hafa orðið vegna þessa galla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×