Erlent

"Snowden, viltu giftast mér?"

Boði Logason skrifar
Anna Chapman
Anna Chapman
Bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden barst bónorð á dögunum frá einum frægasta einkaspæja Rússa, Önnu Chapman.

Eins og kunnugt er hefur Snowden verið ákærður fyrir njósnir í Bandaríkjunum eftir að hann upplýsti heimsbyggðina um stórfelldar persónunjósnir yfirvalda vestanhafs.

Chapman þessi er fræg í heimalandi sínu eftir að hún þóttist vera fasteignasali í Bandaríkjunum árið 2010, en í raun var hún að safna gögnum fyrir leyniþjónustu Rússa. Hún var handtekin og ákærð fyrir njósnir í Bandaríkjunum, en fór til Rússlands í fangaskiptum, ásamt níu öðrum rússneskum föngum í fangelsum í Bandaríkjunum.

Edward Snowden
Hún er núna stjórnandi sjónvarpsþáttar í Rússlandi sem ber nafnið Leyndarmál heimsins (e. Secrets of the World).

Eftir að Snowden kom til Rússlands fyrir um tveimur vikum, bar hún upp bónorð til hans á Twitter síðu sinni. „Snowden, viltu giftast mér?!“ sagði hún á síðu sinni. Ekki er ljóst hvort að Snowden hafi svarað henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×