Erlent

Skelfing greip um sig á flugeldasýningu

Boði Logason skrifar
Um tuttugu slösuðust þegar flugeldasýning í Los Angeles fór úr böndunum í gær, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.

Þegar um tvær mínútur voru liðnar af sýningunni sprungu fjölmargir flugeldar á jörðu niðri. Slysið átti sér stað um klukkan hálf tíu í gærkvöldi að staðartíma.

Um tíu þúsund manns voru saman komnir til að fagna deginum.

„Það kom bara stór sprenging. Fólk hóf að hlaupa í burtu öskrandi,“ segir Jusctice Allen sautján ára sem var á staðnum. „Fólk var skíthrætt og faldi sig inni í runnum.“

„Flugeldarnir voru svo nálægt, að þú sást þá springa á jörðinni. Ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Annisa Wynn, sem var einnig á staðnum.

Flestir hinna slösuðu hlutu minniháttar brunasár. Lögreglan hefur hafið rannsókn á slysinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×