Erlent

Þeldökkir mestu kynþáttahatararnir

Jóhannes Stefánsson skrifar
Fólk af öllum kynþáttum í Bandaríkjunum telur þeldökka hafa mestu kynþáttafordómana.
Fólk af öllum kynþáttum í Bandaríkjunum telur þeldökka hafa mestu kynþáttafordómana. GETTY
Nýbirt könnun bendir til þess að Bandaríkjamenn telja þeldökka sýna af sér meiri kynþáttafordóma en fólk af öðrum kynþáttum. Könnunin var unnin af Rasmussen Report.

Pólitískar skoðanir höfðu mikil áhrif á afstöðu fólks í könnuninni, en 49% repúblikana töldu þeldökka mestu kynþáttahatarana á meðan 29% demókrata voru sömu skoðunnar. Að sama skapi töldu 12% repúblikana og 27% demókrata hvíta vera mestu kynþáttahatarana.

Það sem vekur þó helst athygli er að skoðanir fólks voru mun samrýmdari á milli kynþátta en stjórnmálaflokka. Þannig telja 31% þeldökkra sinn kynþátt vera með mestu kynþáttafordómana á meðan 24% töldu hvíta fordómafyllri og 15% fólk af rómönskum uppruna. 10% hvítra telja hvíta mestu kynþáttahatarana, 38% telja þeldökka eiga þann vafasama heiður og 17% fólk af rómönskum uppruna.

Yfir heildina telja 37% Bandaríkjamanna þeldökka mestu kynþáttahatarana, 15% hvíta og 18 % fólk af rómönskum uppruna.

Þetta kemur fram á vef Daily Caller.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×