Erlent

Snowden fær hæli í Venesúela

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Snowden er nú hundeltur af bandarísku leyniþjónustunni.
Snowden er nú hundeltur af bandarísku leyniþjónustunni. MYND/AP
Bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden hefur verið boðið hæli í Venesúela. Þetta tilkynnti Nicolas Maduro, forseti landsins, fyrr í kvöld.

Maduro ítrekaði í sjónvarpsávarpi að mannréttindasjónarmið hefðu verið höfð að leiðarljósi þegar ákvörðunin var tekin.

Snowden er nú hundeltur af bandarísku leyniþjónustunni. Síðustu tvær vikur hefur þessi þrítugi uppljóstrari haldið til á alþjóða flugvellinum í Moskvu, eða síðan að hann lak upplýsingum um umfangsmiklar persónunjósnir bandarískra og breskra yfirvalda til fjölmiðla.

Snowden hefur sótt um hæli í um 30 löndum en þessi lönd hafa nær með tölu neitað að taka umsóknina til formlegrar umfjöllunar.

Ekki er vitað hvort að Snowden muni þyggja boð yfirvalda í Venesúela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×