Erlent

Pablo Escobar Ítalíu handtekinn

Pannunzi hefur oft verið kallaður Pablo Escobar Ítalíu og er eftirlýstasti maður Ítalíu.
Pannunzi hefur oft verið kallaður Pablo Escobar Ítalíu og er eftirlýstasti maður Ítalíu.
Lögregluyfirvöld í Kólumbíu segja að Roberto Pannunzi, foringi ítölsku mafíunnar Calabrían, hafi verið handtekinn, en mafían stendur á bak við umfangsmikil eiturlyfjasmygl í Evrópu, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Pannunzi var handtekinn í verslunarmiðstöð í höfuðborginni Bogota í gær en hann hefur verið á flótta síðustu þrjú ár eftir að hann flúði úr fangelsi í Róm árið 2010.

Saksóknarar hafa nú þegar ákært hann fyrir að standa á bak við umfangsmikið smygl á kókaíni á milli Ítalíu og Kolumbíu.

Pannunzi þessi hefur oft verið kallaður hinn ítalski Pablo Escobar og er eftirlýstasti maður Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×