Erlent

ElBaradei verður forsætisráðherra Egyptalands

Jóhannes Stefánsson skrifar
ElBaradei er nýr forsætisráðherra Egyptalands.
ElBaradei er nýr forsætisráðherra Egyptalands. AFP
Leiðtogi uppreisnarmanna í Egyptalandi er sagður verða næsti forsætisráherra landsins, en hann mun sverja embættiseið í kvöld.

Mohamed ElBaradei er 71 árs gamall og er yfirmaður National Salvation Front, sem eru regnhlífarsamtök uppreisnarmanna í Egyptalandi. Hann var yfirmaður alþjóðasamtaka um kjarnorku og vann Friðarverðlaun Nóbels árið 2005.

Embættiseiður ElBaradei er hluti af ferli sem var hrint af stað af hernum með því að steypa Mohamed Morsi úr stól forsetans. Nýr forseti, Adly Mansour, sór embættiseið á fimmtudaginn auk þess sem stjórnarskrá landsins hefur verið lögð niður.

ElBaradei mun taka við embættinu á sama tíma og mikil upplausn ríkir í landinu, en 36 manns hið minnsta hafa látið lífið í Egyptalandi á seinustu dögum.

Nánar er sagt frá málinu á vef USA Today.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×