Pistill: Ekki nóg að vera bara með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2013 06:00 Nordic Photos / Getty Images Fyrir fjórum árum braut íslenska kvennalandsliðið blað í sögu íslenskar knattspyrnu með því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Spennan var mikil í íslenska hópnum fyrir þessi sögulegu skref inn á mót þeirra bestu í Evrópu en uppskeran var döpur, þrír tapleikir og stutt gaman. Nú er fram undan annað Evrópumót. Gengið hefur á ýmsu á árinu. Undirbúningsleikirnir hafa flestir tapast og liðið hefur mátt þola meiri gagnrýni en áður. Stelpurnar horfa upp á breytt umhverfi. Árið 2009 var sigurinn að komast inn á EM en núna fjórum árum síðar er ekki nóg að vera bara með. Bæði þjóðin og stelpurnar sjálfar vilja meira.Áhætta tekin í undirbúningnum Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók að eigin sögn áhættu með að hafa erfiðleikastigið á undirbúningsleikjunum mjög hátt. Liðið spilaði aðeins einn leik á móti „slöku“ liði (sem vannst) en mætti þess í stað mörgum af bestu knattspynulandsliðunum. Stelpurnar hafa því synt í djúpu lauginni á þessu ári og gera sér fulla grein út í hvað þær eru að fara. Þær hafa samt allt til alls til að standa sig betur en fyrir fjórum. Stærsti hluti liðsins hefur staðið í þessum sporum áður og lykilmenn liðsins hafa líka nær allir spilað í atvinnumennsku árin fjögur.Nýr kafli skrifaður Þrátt fyrir töpin þrjú fyrir fjórum árum var skemmtilegt að fylgjast með þessum skemmtilegu og metnaðarfullu knattspyrnukonum stíga söguleg skref í íslensku knattspyrnusögunni. Það verður ekki síður gaman að sjá þær reyna að brjóta niður næsta múr. Það er kannski ekki mikil bjartsýni í kringum liðið eftir alla tapleiki ársins en pressan er heldur ekki mikil sem hefur jafnan hjálpað íslenskum liðum. Ég lofa ykkur þó því að Katrín, Margrét Lára, Sara og félagar þeirra í landsliðinu ætla að gera þjóðina stolta og sanna það fyrir sér og öðrum að Ísland á eitt af bestu kvennalandsliðum Evrópu. Ég get því ekki beðið eftir því að fylgjast með stelpunum okkar skrifa enn einn nýjan kaflann í knattspyrnusögu Íslands. Pistillinn Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Fyrir fjórum árum braut íslenska kvennalandsliðið blað í sögu íslenskar knattspyrnu með því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Spennan var mikil í íslenska hópnum fyrir þessi sögulegu skref inn á mót þeirra bestu í Evrópu en uppskeran var döpur, þrír tapleikir og stutt gaman. Nú er fram undan annað Evrópumót. Gengið hefur á ýmsu á árinu. Undirbúningsleikirnir hafa flestir tapast og liðið hefur mátt þola meiri gagnrýni en áður. Stelpurnar horfa upp á breytt umhverfi. Árið 2009 var sigurinn að komast inn á EM en núna fjórum árum síðar er ekki nóg að vera bara með. Bæði þjóðin og stelpurnar sjálfar vilja meira.Áhætta tekin í undirbúningnum Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók að eigin sögn áhættu með að hafa erfiðleikastigið á undirbúningsleikjunum mjög hátt. Liðið spilaði aðeins einn leik á móti „slöku“ liði (sem vannst) en mætti þess í stað mörgum af bestu knattspynulandsliðunum. Stelpurnar hafa því synt í djúpu lauginni á þessu ári og gera sér fulla grein út í hvað þær eru að fara. Þær hafa samt allt til alls til að standa sig betur en fyrir fjórum. Stærsti hluti liðsins hefur staðið í þessum sporum áður og lykilmenn liðsins hafa líka nær allir spilað í atvinnumennsku árin fjögur.Nýr kafli skrifaður Þrátt fyrir töpin þrjú fyrir fjórum árum var skemmtilegt að fylgjast með þessum skemmtilegu og metnaðarfullu knattspyrnukonum stíga söguleg skref í íslensku knattspyrnusögunni. Það verður ekki síður gaman að sjá þær reyna að brjóta niður næsta múr. Það er kannski ekki mikil bjartsýni í kringum liðið eftir alla tapleiki ársins en pressan er heldur ekki mikil sem hefur jafnan hjálpað íslenskum liðum. Ég lofa ykkur þó því að Katrín, Margrét Lára, Sara og félagar þeirra í landsliðinu ætla að gera þjóðina stolta og sanna það fyrir sér og öðrum að Ísland á eitt af bestu kvennalandsliðum Evrópu. Ég get því ekki beðið eftir því að fylgjast með stelpunum okkar skrifa enn einn nýjan kaflann í knattspyrnusögu Íslands.
Pistillinn Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira