Erlent

Skógareldar í Denver

Jakob Bjarnar skrifar
Flugvél við slökkvistörf í Denver.
Flugvél við slökkvistörf í Denver.
Miklir kjarr- og skógareldar hafa enn á ný blossað upp í hlíðum í suðvesturhluta Denver.

Eldarnir hafa neytt nokkurn fjölda fólks til að flýja heimili sín, en heitt og vindasamt er á svæðinu sem þýðir að nægur eldsmatur er til staðar. Um hundrað manns hefur verið gert að yfirgefa svæðið en enginn er í hættu. Góðu fréttirnar, samkvæmt yfirvöldum á staðnum, er að um fremur strjálbýlt svæði er að ræða. Talið er að elding hafi tendrað eldana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×