Erlent

Ofbeldi gegn konum faraldur á heimsvísu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
WHO segir nauðsynlegt að útrýma umburðarlyndi fyrir ofbeldi gegn konum og að styðja þurfi betur við þolendur.
WHO segir nauðsynlegt að útrýma umburðarlyndi fyrir ofbeldi gegn konum og að styðja þurfi betur við þolendur. mynd úr safni
Fleiri en ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, kynferðislegu eða öðru, samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að 38 prósent kvenna sem eru myrtar falli fyrir hendi eiginmanna sinna eða kærasta.

Ástandið er uggvænlegast í Afríku, en 45,6 prósent afrískra kvenna yfir fjórtán ára aldri hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Á sama tíma hafa 27,2 prósent kvenna í Evrópu orðið fyrir samskonar ofbeldi.

Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO, kallar ofbeldið faraldur á heimsvísu. WHO segir nauðsynlegt að útrýma umburðarlyndi fyrir ofbeldi gegn konum og að styðja þurfi betur við þolendur.

Þá kynnir stofnunin nýjar leiðbeiningar samhliða skýrslunni sem ætlað er að auka getu heilbrigðisyfirvalda um allan heim til þess að takast á við kynbundið ofbeldi.

Skýrslan er fáanleg í heild sinni á pdf-formi hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×