Innlent

Reykjavíkurborg lítur mál „barnaperra“ alvarlegum augum

Á annað hundrað ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt fundust í tölvu rúmlega sextugs manns í desember.

Hann hefur undanfarin ár starfað sem verkefnisstjóri á barnasviði frístundaheimilis fyrir börn og unglinga. Maðurinn hefur verið í launuðu leyfi síðan málið kom upp. Foreldrum barna á frístundaheimilinu hefur ekki verið gert viðvart um málið.

Upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg er ekki heimilt að tjá sig um málið, en sendu frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem meðal annars segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum og að maðurinn muni ekki snúa aftur til starfa. Þar segir einnig að gefin hafi verið út ákæra á hendur starfsmanninum.

Lögregla lagði upphaflega hald á tölvu mannsins í júlí í fyrra, eftir að tveir menn höfðu ráðist á hann og beitt hann miklu ofbeldi.

Mennirnir sögðu árásina hafa komið til vegna þess að maðurinn væri barnaperri, eins og þeir komust að orði. Maðurinn var hinsvegar ekki handtekinn fyrr en í desember.

Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, segir mikið álag í tölvurannsóknardeildinni. Þess vegna hafi tölvan ekki verið skoðuð fyrr en löngu eftir að hún kom inn á borð lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×