Erlent

Íhuga málsókn vegna reyks

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Reykurinn hefur valdið íbúum Singapúr miklum óþægindum.
Reykurinn hefur valdið íbúum Singapúr miklum óþægindum. mynd/Afp
Stjórnvöld í Singapúr hugleiða málsókn á hendur tveggja fyrirtækja í tengslum við reykjarmökk af völdum skógarelda á eyjunni Súmötru.

Fyrirtækin, Asia Pacific Resources (April) og Sinas Mas, eru sögð brenna landsvæði ólöglega til þess að rýma til fyrir ökrum undir framleiðslu á pálmaolíu. Reykurinn berst yfir til Singapúr og hefur svifryk þar í borg aldrei mælst jafn hátt.

Höfuðstöðvar fyrirtækjanna eru þó í Indónesíu, og segja ráðamenn í Singapúr að fyrst og fremst ættu það að vera yfirvöld þar í landi sem ættu að lögsækja fyrirtækin, en að minnsta kosti annað þeirra, April, hefur neitað sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×