Erlent

Þrír látnir og um 100 þúsund hafa flúið heimili sín vegna flóða

Calgary er á floti eftir gríðarlega mikla úrkomu síðustu daga.
Calgary er á floti eftir gríðarlega mikla úrkomu síðustu daga.
Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið og eitt hundrað þúsund hafa þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða í vesturhluta Kanada.

Mikil úrkoma hefur verið á svæðinu undanfarna daga og hafa ár flætt yfir bakka sína, skorið í sundur vegi og skemmt brýr. Ástandið er hvað verst í borginni Calgary í Alberta fylki en þar hefur íbúum verið skipað að yfirgefa heimili sín.

Stephen Harper forsætisráðherra heimsótti flóðasvæðin í gær en hann hefur lýst því yfir að stjórnvöld muni aðstoða þá sem hafa orðið fyrir tjóni vegna flóðanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×