Erlent

Níu ferðamenn skotnir til bana

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Nanga Parbat í Pakistan er níunda hæsta fjall heims.
Nanga Parbat í Pakistan er níunda hæsta fjall heims. mynd/afp
Hópur manna réðist inn á hótel í grunnbúðum Nanga Parbat í Pakistan, níunda hæsta fjalls í heimi, og skutu tíu manns til bana um eittleytið í nótt að staðartíma.

Af þeim sem létust voru níu ferðamenn. Fimm þeirra voru frá Úkraínu, einn frá Rússlandi og þrír frá Kína. Pakistanskur leiðsögumaður féll einnig í árásinni.

Talíbanar hafa lýst árásinni á hendur sér og er hún sú fyrsta sem gerð er á ferðamenn á svæðinu. Talsmaður talíbana segir árásina hefnd fyrir Waliur Rehman, hátt settan talíbana í Pakistan sem féll í árás Bandaríkjamanna í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×