Erlent

Gíslarnir sagðir á lífi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá stuðningsmannasamkomu vegna frönsku gíslanna sem haldin var í gær.
Frá stuðningsmannasamkomu vegna frönsku gíslanna sem haldin var í gær. mynd/afp
Al-Kaída í N-Afríku segir átta evrópska gísla í þeirra haldi vera enn á lífi. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að í gær voru liðnir eitt þúsund dagar frá því að fyrstu gíslunum var rænt í Nígeríu.

Það voru Frakkarnir Thierry Dol, Daniel Larribe, Pierre Legrand og Marc Feret, en þeir voru staddir í bænum Arlit vegna vinnu sinnar. Alls eru gíslarnir átta og fimm þeirra eru sagðir frá Frakklandi. Ekki er vitað um þjóðerni hinna.

Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði í apríl síðastliðnum að lausnargjald yrði ekki greitt fyrir gíslana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×