Erlent

Veðrið gerir björgunarfólki erfitt fyrir

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Vonskuveður er nú í norðurhluta Indlands og hefur það sett strik í reikninginn fyrir björgunarfólk sem reynir að flytja burt fólk frá flóðasvæðum.

Tæplega þúsund eru sagðir látnir vegna flóðanna og vegna aurskriða sem fallið hafa vegna þeirra. Hamfarirnar, sem sagðar eru þær verstu á svæðinu á þessari öld, eru vegna árlegra monsúnrigninga í landinu sem voru afar miklar í ár.

Fallhlífarhermenn hafa reynt að koma fólki til bjargar, en margir eru fastir á húsþökum. Þá hefur mat og lyfjum einnig verið varpað úr flugvélum til fólksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×