Erlent

Tveir létust þegar tvíþekja hrapaði á flugsýningu

Tveir fórust þegar flugvél hrapaði á flugsýningu í Dayton í Bandaríkjunum í gær. Flugmaðurinn lést og ofurhugi sem sat á væng vélarinnar þegar hún hrapaði og upp blossaði mikill eldur.

Vélin, sem var tvíþekja af gerðinni Boeing Stearman, var í lágflugi á Vectren-flugsýningunni þegar slysið varð og var fjöldi áhorfenda vitni að því. Engan sakaði þó á jörðu niðri. Slysið er til rannsóknar hjá flugmálayfirvöldum.

Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en rétt er að geta þess að það er óhuggulegt áhorfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×