Erlent

Mikil flóð á Indlandi

Jakob Bjarnar skrifar
Landamæraverðir á mörkum Indlands og Tíbet reyna að hjálpa pílagrímum sem komast ekki yfir Govind Ghati
Landamæraverðir á mörkum Indlands og Tíbet reyna að hjálpa pílagrímum sem komast ekki yfir Govind Ghati AP
Nú er talið að um fimm hundruð manns hafi látist vegna flóða og skriðufalla í Indlandi. Þá eru tugþúsundir pílagríma strandaglópar vegna mikilla vatnsfalla, einkum í fjallahéruðum Indlands. Monsúnrigningarnar hafa verið með allra mesta móti þetta árið.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þar sem landamæraverðir á mörkum Indlands og Tíbet reyna að hjálpa pílagrímum sem komast ekki yfir Govind Ghati, í Chamoli-héraði í norðanverðu Indlandi. Þeir hafa komið upp bráðabirgðabrú og þar yfir fikrar fólk sig, og undir er beljandi straumfallið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×