Erlent

Handtekinn vegna morðanna í Ölpunum

Tvær breskar stúlkur, sjö og fjögurra ára, lifðu skotárásina af.
Tvær breskar stúlkur, sjö og fjögurra ára, lifðu skotárásina af. nordicphotos/AFP
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn í Surrey á Englandi vegna fjögurra morða í Frönsku Ölpunum í fyrra. Morðin vöktu mikla athygli í fjölmiðlum í september síðastliðnum en þrír úr sömu bresku fjölskyldunni voru skotnir til bana, ásamt hjólreiðamanni sem átti leið hjá.

Samkvæmt fréttavef BBC er maðurinn fimmtíu og fjögurra ára og er hann talinn tengjast morðunum. Breska lögreglan hefur rannsakað málið í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld í Frakklandi.

Á meðal þess sem lögreglan hefur rannsakað síðustu mánuði er bíll með breskum bílnúmerum sem sást á vettvangi síðastliðið haust.

Fjölskyldan bjó í Bretlandi en var á ferðalagi í frönsku Ölpunum þegar morðinginn varð á vegi hennar.

Uppfært 13:28:

Maðurinn sem hefur verið handtekinn er bróðir eins þeirra sem var skotinn til bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×