Fótbolti

Búið að velja EM-hópinn | Edda ekki valin

Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. vísir/stefán
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í dag 23 manna leikmannahóp sinn fyrir EM í Svíþjóð. Ísland spilar sinn fyrsta leik í mótinu þann 11. júlí.

Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir er meidd en er samt valinn. Vonir standa til að hún nái að jafna sig. Sif Atladóttir er einnig að glíma við meiðsli og kemur til móts við hópinn eftir tvo daga. Báðir leikmenn eru þó spurningamerki á þessum tímapunkti.

Þær stelpur sem voru valdar í 40 manna hópinn en komust ekki í þennan hóp þurfa að vera á tánum segir landsliðsþjálfarinn. "Það gæti ýmislegt breyst og stelpurnar fyrir utan þennan hóp þurfa að vera klárar að hoppa í slaginn."

Athygli vekur að miðjumaðurinn Edda Garðarsdóttir er ekki í hópnum en hún hefur spilað 103 landsleiki.

Hópurinn:

Markverðir:

Þóra B. Helgadóttir, Ldb Malmö

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Avaldsnes

Sandra Sigurðardóttir, Stjarnan

Aðrir leikmenn:

Katrín Jónsdóttir, Umea

Dóra María Lárusdóttir, Valur

Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Ólína G. Viðarsdóttir, Chelsea Ladies

Sara Björk Gunnarsdóttir, Ldb Malmö

Katrín Ómarsdóttir, Liverpool Ladies

Rakel Hönnudóttir, Breiðablik

Sif Atladóttir, Kristianstad

Hallbera Guðný Gísladóttir, Pitea

Fanndís Friðriksdóttir, Kolbotn

Guðný B. Óðinsdóttir, Kristianstad

Dagný Brynjarsdóttir, Valur

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan

Glódís Perla Viggósdóttir, Stjarnan

Þórunn Helga Jónsdóttir, Avaldsnes

Elísa Viðarsdóttir, ÍBV

Elín Metta Jensen, Valur

Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×