Erlent

Biðja fyrir Mandela

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrri utan spítalann þar sem Mandela dvelur.
Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrri utan spítalann þar sem Mandela dvelur.
Nelson Mandela er sagður eiga skammt eftir ólifað. Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, greindi frá þessu í yfirlýsingu í gær.

Mandela var lagður inn á spítala áttunda júní síðastliðinn vegna sýkingar í lungum. Í síðustu viku var hann sagður vera á batavegi en um helgina tók heilsu hans að hraka verulega. Forsetinn fyrrverandi er á sínu 95. aldursári.

Íbúar Suður- Afríku búa sig nú undir hið óhjákvæmilega, en fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan spítalann þar sem Mandela dvelur og biðja fyrir honum. Þá hefur fólk lagt mikið af blómum, kortum og blöðrum við öryggishlið spítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×