Erlent

Ræddi ESB við Thorning-Schmidt

Sigmundur Davíð og Thorning-Schmidt á blaðamannafundi í morgun.
Sigmundur Davíð og Thorning-Schmidt á blaðamannafundi í morgun.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherrra fundaði í morgun með Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, í Kaupmannahöfn.

Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að forsætisráðherrarnir hafi rætt um traust og gott samstarf Íslands og Danmerkur, bæði tvíhliða og á alþjóðavettvangi.

„Forsætisráðherra gerði grein fyrir áherslum nýrrar ríkisstjórnar varðandi efnahagsmál, m.a. einföldun skattkerfis og úrræði fyrir skuldsett heimili. Einnig var rætt um áherslur á alþjóðavettvangi, m.a. hlé  á viðræðum við Evrópusambandið, aukna áherslu á Norðurslóðamál, norræna samvinnu og vest-norrænt samstarf. Jafnframt ræddu þau hvernig þróa mætti aukið samstarf Norðurlanda með það að markmiði m.a. að efla hagvöxt. Þá fóru ráðherrarnir yfir stöðu mála varðandi viðræður um makrílveiðar,“ segir á vefsíðunni.

Fundurinn var haldinn í Marienborg, sumarsetri forsætisráðherra fyrir utan Kaupmannahöfn.

Að loknum fundinum héldu ráðherrarnir sameiginlegan blaðamannafund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×