Erlent

Ofurhugi gekk yfir Miklagljúfur

Hinn 34 ára gamli Nik Walleda varð í gær fyrstu maðurinn til að ganga á vír yfir Miklagljúfur án öryggisnets.  Stálvírinn, sem var fimm sentímetra breiður, var strengdur í 457 metra hæð frá botni gljúfursins og gönguleiðin var 426 metrar. Ferðin tók Walleda 22 mínútur og 54 sekúndur.

Uppátækinu var sjónvarpað beint til 217 landa, en Walleda hafði með sér 20 kílóa jafnvægisstöng. Ofurhuginn sagðist vissulega hafa verið stressaður, en fyrst og fremst hafi sér orðið illt í höndunum vegna þunga stangarinnar. Í útsendingunni heyrist hann biðja til guðs næstum allan tímann. Þegar hann var kominn yfir kyssti hann jörðina og þakkaði guði fyrir fallegt útsýni.

Walleda hefur verið að undirbúa gönguna í fjögur ár, en í fyrra gekk hann á línu yfir Niagra-fossa. Hann stefnir svo á að ganga á milli tveggja háháhýsa í New York á næstunni.

Í spilaranum hér að ofan er hægt að sjá Nik ganga yfir gljúfrið.

Reuters greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×