Erlent

Barnaníðingar sagðir í skátunum

Jakob Bjarnar skrifar
Baden-Powell stofnandi skátahreyfingarinnar.
Baden-Powell stofnandi skátahreyfingarinnar.
Fjórir menn í Idaho hafa kært Skáthreyfinguna í Bandaríkjunum og Mormónakirkjuna þar vegna misnotkunar sem mennirnir segjast hafa sætt þegar þeir voru drengir í skátunum. Reuters greinir frá.

Mormónakirkjan er sótt til saka vegna þess að hún er helsti stuðnings og styrktaraðili skátanna. Mennirnir halda því fram að þessar stofnanir hafi vanrækt það hlutverk sitt að gæta öryggis þeirra þá er þeir voru drengir sem tóku þátt í skátastarfi í Idaho. Mennirnir segja að fullorðnir skátaforingjar hafi níðst á þeim kynferðislega.

Málið er eitt af mörgum af þessu tagi sem skátahreyfingin hefur mátt þola að undanförnu; að foreldrar barna hafi mátt standa í þeirri meiningu að skátarnir væru öryggt skjól meðan svo var engan veginn. Þar hafi ekkert eftirlit verið haft með barnaníðingum sem sagðir eru hafa leikið þar lausum hala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×