Engin afskipti haft af Snowden Boði Logason skrifar 25. júní 2013 11:56 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Mynd/Afp Utanríkisráðherra Rússlands segir að uppljóstrarinn Edward Snowden hafi aldrei komið inn fyrir rússnesk landamæri. Ásakanir Bandaríkjamanna í garð Rússa vegna hvarfs uppljóstarans séu tilefnislausar og óásættanlegar. Boði Logason. Ekkert hefur spurst til Snowdens síðustu daga, eftir að yfirvöld í Hong Kong sögðu hann hafa farið með áætlunarflugi til Moskvu um helgina. Því hefur varið haldið fram að hann sé í felum í Moskvu og í gær bárust þær upplýsingar að hann væri á leið til Kúbu. Hann lét hinsvegar ekki sjá sig um borð og því algjörlega óvíst hvar hann heldur sig. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði svo á blaðamannafundi í morgun að rússnesk yfirvöld hefðu ekki haft nein afskipti af ferðum bandaríska uppljóstrarans. Sagði hann að tilraunir Bandaríkjamanna að ásaka Rússa um að brjóta bandarísk lög og að hótanir sem því hafa fylgt séu með öllu óafsakanlegar. Edward Snowden hafi aldrei komið inn fyrir rússnesk landamæri síðustu daga. Fréttaskýrendur túlka þau orð á þann veg að Snowden hafi vissulega lent í Moskvu um helgina, en hafi aldrei farið út af flugvellinum. Svo tæknilega séð hafi hann aldrei komið inn fyrir landamæri Rússlands. Hann sé því enn á flugvellinum í Moskvu. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins segir að Snowden ferðist með Söruh Harrison, starfsmanni WikiLeaks. Í norska miðlnum The Nordic Page í gær var haft eftir forsvarsmönnum Norska Pírataflokksins að Snowden hefði komið til Noregs á sunnudagskvöld og hafi í kjölfarið flogið til Íslands, þar sem hann dvelji nú. Formaður flokksins sagði í morgun að það væri rangt, um misskilning hafi verið að ræða. Flokkurinn hafi einungis fengið upplýsingar um að Snowden ætti bókaðan flugmiða frá Gardemoen til Keflavíkur. Óljóst væri hvort að hann hafi nýtt sér hann. Forsvarsmenn flokksins viti ekki hvar Snowden sé niðurkominn, rétt eins og aðrir í heiminum. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fullyrti í samtali við fréttastofu í morgun að Snowden væri ekki á Íslandi, enda hefði verið tekið eftir því ef hann hefði komið til Íslands, auk þess sé ekki mikil eftirspurn hjá innanríkisráðuneytinu að fá hann hingað til lands. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Utanríkisráðherra Rússlands segir að uppljóstrarinn Edward Snowden hafi aldrei komið inn fyrir rússnesk landamæri. Ásakanir Bandaríkjamanna í garð Rússa vegna hvarfs uppljóstarans séu tilefnislausar og óásættanlegar. Boði Logason. Ekkert hefur spurst til Snowdens síðustu daga, eftir að yfirvöld í Hong Kong sögðu hann hafa farið með áætlunarflugi til Moskvu um helgina. Því hefur varið haldið fram að hann sé í felum í Moskvu og í gær bárust þær upplýsingar að hann væri á leið til Kúbu. Hann lét hinsvegar ekki sjá sig um borð og því algjörlega óvíst hvar hann heldur sig. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði svo á blaðamannafundi í morgun að rússnesk yfirvöld hefðu ekki haft nein afskipti af ferðum bandaríska uppljóstrarans. Sagði hann að tilraunir Bandaríkjamanna að ásaka Rússa um að brjóta bandarísk lög og að hótanir sem því hafa fylgt séu með öllu óafsakanlegar. Edward Snowden hafi aldrei komið inn fyrir rússnesk landamæri síðustu daga. Fréttaskýrendur túlka þau orð á þann veg að Snowden hafi vissulega lent í Moskvu um helgina, en hafi aldrei farið út af flugvellinum. Svo tæknilega séð hafi hann aldrei komið inn fyrir landamæri Rússlands. Hann sé því enn á flugvellinum í Moskvu. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins segir að Snowden ferðist með Söruh Harrison, starfsmanni WikiLeaks. Í norska miðlnum The Nordic Page í gær var haft eftir forsvarsmönnum Norska Pírataflokksins að Snowden hefði komið til Noregs á sunnudagskvöld og hafi í kjölfarið flogið til Íslands, þar sem hann dvelji nú. Formaður flokksins sagði í morgun að það væri rangt, um misskilning hafi verið að ræða. Flokkurinn hafi einungis fengið upplýsingar um að Snowden ætti bókaðan flugmiða frá Gardemoen til Keflavíkur. Óljóst væri hvort að hann hafi nýtt sér hann. Forsvarsmenn flokksins viti ekki hvar Snowden sé niðurkominn, rétt eins og aðrir í heiminum. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fullyrti í samtali við fréttastofu í morgun að Snowden væri ekki á Íslandi, enda hefði verið tekið eftir því ef hann hefði komið til Íslands, auk þess sé ekki mikil eftirspurn hjá innanríkisráðuneytinu að fá hann hingað til lands.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira