Erlent

Fundu 900 ára gamlan hundaskít

Athugið að myndin er úr safni.
Athugið að myndin er úr safni.
Fornleifafræðingar í Óðinsvé komust í feitt á dögunum þegar þeir fundu 900 ára gamlan skít, sem talið er að hundur hafi skilið eftir sig.

Samkvæmt vefsíðu Politiken fundust hægðirnar nærri ráðhúsinu í Óðinsvé þar sem unnið er að fornleifauppgreftri.

Maria Elisabeth Lauridsen fornleifafræðingur er spennt yfir fundinum enda hefur skíturinn ekki steingerst þar sem talið er að hann hafi legið grafinn í súrefnissnauðu umhverfi í níu aldir.

Þetta þýðir á mannamáli að skíturinn sé enn dálítið ferskur. Og það sem meira er - enn má finna lykt af hægðunum.

Skíturinn verður því sendur við fyrsta tækifæri til rannsóknar og þá er jafnvel hægt að finna út hver síðasta máltíð hundsins var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×