Erlent

"Bandarísk yfirvöld líta á þegna sína sem óvini"

"Sannleikurinn eru svik í heimsveldi lyganna," segir Ron Paul. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á ríkisstjórn Barack Obama.
"Sannleikurinn eru svik í heimsveldi lyganna," segir Ron Paul. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á ríkisstjórn Barack Obama. Mynd/ AP
Dr. Ron Paul segir í stöðuuppfærslu á Facebook að svo virðist sem bandarísk stjórnvöld líti á þegna sína sem óvini ríkisins. Hann er fyrrum öldungadeildarþingmaður og sóttist eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forseta Bandaríkjanna árið 2012

Dr. Paul segir að þetta sé vegna þess að Edward Snowden hafi verið ákærður fyrir brot á njósnalöggjöf í Bandaríkjunum. Í stöðuuppfærslunni segir hann að skilningur sinn á njósnum sé sá að njósnir feli í sér að leyndarmálum eða trúnaðarupplýsingum ríkisins sé deilt með óvinum þess. Í ljósi þess að Snowden hafi lekið upplýsingum um persónunjósnir stjórnvalda til bandarískra þegna og hafi verið ákærður fyrir njósnir telur Paul að það feli í sér að yfirvöld líti svo á að þegnar landsins séu óvinir þess.

Mynd/ Af Facebook
Hefur staðið við bakið á Snowden

Ron Paul hefur fagnað því að Edward Snowden hafi lekið upplýsingum um persónunjósnir bandarískra stjórnvalda. Hann hefur sagt að bandaríska þjóðin eigi að vera „þakklát fyrir menn á borð við Edward Snowden... sem vekja athygli á óréttlætinu sem á sér stað þrátt fyrir áhættuna sem fylgir því að stíga fram."

Ljóst er að Dr. Paul hefur verið í algjörri andstöðu við flesta aðra stjórnmálamenn vestanhafs, en utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur sagt Snowden vera svikara. Hann segir Snowden vera „á flótta undan réttlætinu," enda sé hann „einstaklingur sem ógnaði landi sínu."

Þá er einsýnt að mál Snowdens er farið að valda núningi í samskipti Bandaríkjanna við önnur ríki. Til að mynda sagði Vladimir Putin, forseti Rússlands, að ásakanir bandaríkjamanna um að þeir héldu hlífiskyldi yfir Snowden væru „bull og vitleysa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×