Erlent

Veðjaðu á afdrif Snowden

Jóhannes Stefánsson skrifar
Veðmálasíður bjóða nú upp á að veðjað sé um afdrif Snowden
Veðmálasíður bjóða nú upp á að veðjað sé um afdrif Snowden Mynd/ AFP/GETTY
Veðmálasíður á netinu eru nú farnar að taka við veðmálum um það hvar Edward Snowden kemur til enda undanför sína frá bandarískum stjórnvöldum.

Þar eru ofarlega á baugi Kúba, Rússland, Kína auk Bandaríkjanna.

Á að minnsta kosti einni síðunni er Ísland á listanum með stuðulinn 16 á móti 1, sem er sami stuðull og Norður-Kórea fær.

Þá er líka hægt að veðja á að Snowden muni enda í Ekvadorska sendiráðinu í London, en eins og kunnugt er er stofnandi Wikileaks, Julian Assange í sendiráðinu.

Nánar er sagt frá málinu á vef New York Post.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×