Erlent

Segist hafa nauðgað konu í svefni

Maðurinn heitir Gary Forbes og er tuttugu og níu ára kaupsýslumaður í tæknigeiranum.
Maðurinn heitir Gary Forbes og er tuttugu og níu ára kaupsýslumaður í tæknigeiranum. Mynd úr safni
Breskur kaupsýslumaður, sem segist hafa gengið í svefni þegar hann nauðgaði konu, hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi.

Maðurinn heitir Gary Forbes og er tuttugu og níu ára kaupsýslumaður í tæknigeiranum.

Í október árið 2011 nauðgaði hann konu eftir gleðskap í Newcastle og úrskurðaði dómari að hann skyldi látinn laus gegn tryggingu. Hálfu ári síðar nauðgaði hann annarri konu.

Þegar málin tvö voru tekin fyrir af dómstólum, játaði Forbes fyrri nauðgunina en neitaði þeirri seinni, sagðist hann hafa gengið í svefni. „Hann kveðst hafa verið sofandi þegar hann framdi glæpinn,“ sagði saksóknari í málinu.

Lögmaður hans sagði að Forbes hefði verið undir miklu álagi á þessum tíma í vinnu sinni, og hefði byrjað að misnota áfengi og fíkniefni. Hann hafi áður átt í farsælum ástarsamböndum. „Hann er ekki maður sem hefur neikvæða afstöðu gagnvart konum.“

Dómarinn tók ekki mark á útskýringum hans og sagði að þessi útskýring hans hefði gert konunni illt verra.

Hann var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir bæði brotin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×