Erlent

Sjaldgæft að konur séu teknar af lífi

Jakob Bjarnar skrifar
Kimberly McCarthy var tekin af lífi í morgun.
Kimberly McCarthy var tekin af lífi í morgun.
Kona var tekin af lífi í Texas í morgun. Með banvænni sprautu. Sjaldgæft er að konur séu líflátnar í Bandaríkjunum. Næstum þrjú ár eru síðan kona var síðast tekin af lífi þar.

Kimberly McCarthy, 52 ára gömul, var úrskurðuð látin í morgun í ríkisfangelsinu í Texas. Hún var dæmd til dauða fyrir að hafa árið 1997 stungið aldraða nágrannakonu sína til dauða, Dorothy Boot, sem var 71 árs; þá skera þá af henni fingurinn og stela þaðan demantshring sem McCarthy svo veðsetti.

McCarthy er sú áttunda sem er tekin af lífi í Texas þetta árið og sú fimmhundruðasta sem tekin er af lífi í Texas síðan Bandaríkin tóku aftur upp dauðarefsingar, árið 1976.

Aftökur á konum eru sjaldgæfar í Bandaríkjunum. Af þeim 1.338 föngum sem teknir hafa verið af lífi síðan Bandaríkjamenn tóku upp dauðarefsingar á nýjan leik eru aðeins 13 konur. Sú sem líflátin var síðast, áður en McCarthy fékk sína banvænu sprautu, hét Teresa Lewis sem tekin var af lífi í Virginíu í september árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×