Erlent

Fágætir eiðshringir finnast

Jakob Bjarnar skrifar
Aldrei áður hafa fjórir eiðshringir fundist í einu.
Aldrei áður hafa fjórir eiðshringir fundist í einu.
Tveir frístundafornleifafræðingar skrifuðu nafn sitt í sögu Danmerkur þegar þeir voru á ferð í síðustu viku með málmleitartæki sitt í grennd við Skælskör á Sjálandi. Þá rákust þeir á á fjóra fagra gullhringi, svokallað eiðshringi, sem eru frá bronsöld eða um 800 fyrir Krists burð.

Hringirnir fundust allir skammt hver frá öðrum og eru einstakir að sögn Peters Vang Petersen á þjóðminjasafni Dana. Þetta er í fyrsta skipti sem fjórir hringar finnast í einu en alls hafa 50 eiðshringir fundist í Danmörku.

Þetta þykja afar merkilegir hringir og voru til marks um stöðu þess sem þá báru á bronsöldinni. Þarna höfðu greinilega merkilegir og háttsettir einstaklingar troðið grundir, hingirnir eru til marks um það.

Sjá nánar um fundinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×