Erlent

Víðtækur stuðningur við Snowden í Bandaríkjunum

Heimir Már Pétursson skrifar
Kristinn Hrafnsson telur stuðninginn við Snowden merkilegan í ljósi þeirrar neikvæðu umræðu sem verið hefur í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu.
Kristinn Hrafnsson telur stuðninginn við Snowden merkilegan í ljósi þeirrar neikvæðu umræðu sem verið hefur í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu.
Ríflega þriðjungur Bandaríkjamanna er enn þeirrar skoðunar að uppljóstrarinn Edward Snowden sé föðurlandsvinur samkvæmt könnun sem Reuters og Ipsos birtu í gær og The Economic Times greinir frá.

Rúmlega 25 prósent Bandaríkjamanna telja að sækja eigi Snowden til saka samkvæmt strangasta bókstaf laganna, um þremur prósentustigum fleiri en í síðustu könnun. En rúmlega 30 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni telja að ekki eigi að sækja Snowden til saka fyrir að hafa upplýst um stórfelldar njósnir Þjóðaröryggisstofunar Bandaríkjanna um almenning á Netinu en í fyrri könnun voru 40 prósent Bandaríkjamanna þeirrar skoðunar. Nú segjast 32 prósent Bandaríkjamanna líta á Snowden sem föðurlandsvin en í fyrri könnun voru 36 prósent Bandaríkjamanna þeirrar skoðunar.

Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir á Feisbókarsíðu sinni að stuðningurinn við Snowden í Bandaríkjunum sé merkilegur í ljósi þeirrar neikvæðu umræðu sem verið hafi um Snowden í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×