Erlent

Sjakalinn fær ekki reynslulausn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Carlos sjakali fékk lífstíðardóm árið 2011 fyrir árásirnar.
Carlos sjakali fékk lífstíðardóm árið 2011 fyrir árásirnar. samsett mynd
Franskur dómstóll hefur hafnað beiðni launmorðingjans Carlos sjakala um lausn úr fangelsi en hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir fjórar mannskæðar sprengjuárásir í Frakklandi á 9. áratugnum.

Carlos, sem heitir réttu nafni Ilich Ramirez Sanchez, var handtekinn í Súdan árið 1994. Tvær árásanna framdi hann árið 1982 og tvær til viðbótar ári síðar. Samtals týndu 11 manns lífi í árásunum, en hann fékk einnig lífstíðardóm fyrir þrjú morð sem hann framdi árið 1975.

Sjálfur sagði hann í samtali við dagblaðið El Nacional árið 2011 að hann hefði staðið á bak við fleiri en 100 árásir sem hefðu kostað allt 2.000 manns lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×