Erlent

Ekvador sendir Obama fingurinn

Mikil kergja hefur komið upp á milli landanna, en bæði Obama og Correa eru umdeildir í heimalandinu.
Mikil kergja hefur komið upp á milli landanna, en bæði Obama og Correa eru umdeildir í heimalandinu.
Innanríkisráðuneyti Ekvador sendi frá sér tíst í dag þar sem Bandarískum stjórnvöldum eru boðnir 23 milljónir dollara til að nota í mannréttindafræðslu. Ljóst er að uppátækinu er ætlað að senda Obama langt nef, en bandarísk yfirvöld hafa hótað að beita Ekvador viðskiptaþvingunum veiti þeir uppljóstraranum Edward Snowden hæli.

Núningur hefur skapast á milli þjóðanna vegna málsins og útlit er fyrir frekari samskipti á svipuðum nótum. Forseti Ekvador, Rafael Correa, virðist ætla að feta slóð sósíalistans Hugo Chavez sem er nýlega fallinn frá með því að vera einn helsti andstæðingur bandarískra stjórnvalda í Suður-Ameríku.

„Ekvador mun ekki láta undan þrýstingi neins, og verslar ekki með gildi sín eða undirselur þau viðskiptalegum hagsmunum," sagði Fernando Alvarado, talsmaður ekvadorskra stjórnvalda á blaðamannafundi þar í landi.

Styrknum til Bandaríkjanna er ætlað að nýtast til að „forðast rof á friðhelgi einkalífs, pyntingar og annarskonar háttsemi sem niðursetja mannkynið." Upphæðin er sú sama og Ekvador hlýtur árlega frá Bandaríkjunum í ýmsa styrki.





Tístið útleggst einhvernveginn á þennan veg: „Ekvador býður Bandaríkjunum 23 milljón dollara efnahagsaðstoð, sambærilega því sem við fáum nú í aðstoð, í því skyni að bjóða upp á menntun um mannréttindi"
Segja upp viðskiptum

„Ekvador segir upp einhliða og á óafturkræfan hátt tollaívilnunum sínum," sagði Alvarado. Tilefnið eru ummæli öldungadeildarþingmanns sem sagði að réttast væri að svipta Ekvador hverskyns tollaívilnunum veittu þau Snowden hæli.

Snowden er talinn vera á alþjóðaflugvellinum í Moskvu, þar sem hann reynir nú að komast til Ekvador.

Gagnrýnendur Correa segja uppátækið bera merki um hræsni, enda sýni hann sjálfur stjórnlyndi og beiti fjölmiðla kúgun heimafyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×