Erlent

Obama í Afríku

Jakob Bjarnar skrifar
Barack Obama hitti forseta Senegal, Macky Sall, í gær.
Barack Obama hitti forseta Senegal, Macky Sall, í gær.
Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsækir Suður-Afríku í dag og vonast til að hitta hinn helsjúka Nelson Mandela.

Obama kom við í Senegal þar sem ræddar voru aðgerðir til að bæta matvælaöryggi og þær að styrkja lýðræðislegar stofnanir landsins.

Obama er nú á ferð um þrjú ríki Afríku en Hvíta húsið vonast til að heimsókin sé til þess fallin að draga úr gagnrýni þeirri að Bandaríkin hafi vanrækt heimsálfuna í tíð fyrsta þelþökka forseta Bandaríkjanna.

Eftir viðkomu í Dakar stóð til að Obama hitti bændur og frumkvöðla til að ræða nýja tækni sem gæti orðið til að bæta afkomu fjölskyldna í Vestur-Afríku; einhverju fátækasta svæði heimsins. En, hinn aldni og sjúki leiðtogi er forsetanum ofarlega í huga og hyggst Obama í stað þess, heimsækja Nelson Mandela á sjúkrabeðið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×