Ráða bara flugfreyjur til að spara eldsneyti Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júní 2013 20:00 Richard Branson fengi líkast til ekki starf hjá GoAir ef hann myndi sækja um sem flugþjónn. AFP Indverska flugfélagið GoAir hefur brugðið á það ráð að ráða bara kvenmenn til að þjóna um borð í flugvélum félagsins í ljósi þess að flugþjónar eru almennt þyngri en konurnar. Ástæðan er sú að þyngri áhöfn leiðir til þess að vélarnar eyða meira af eldsneyti, en vegna gengisfalls rúpíunnar hefur verð á eldsneyti hækkað mjög mikið. Um 40% þeirra 300 sem starfa í flugáhöfnum félagsins eru karlmenn eins og sakir standa. Þeir eru að meðaltali 15 - 20 kílóum þyngri en konurnar en hvert kíló kostar um þrjár rúpíur á hverja klukkustund sem flogið er. Félagið áætlar að með því að skipta körlunum út fyrir konur sparist jafnvirði um 60 milljónir króna árlega. Félagið mun ekki segja upp þeim körlum sem starfa þegar fyrir félagið en hefur brugðið á það ráð að hafna öllum körlum sem sækja um sem flugþjónar og ráða einungis flugfreyjur. „Fall rúpíunnar hefur komið mjög illa við flugfélögin. Allir kostnaðarliðir á borð við leigu flugvéla, varahlutir og eldsneytiskostnaður eru tengdir dollaranum. Við erum að leita allra leiða til að draga úr útgjöldum svo að starfsemi sé arðbær," segir Giorgio De Roni, framkvæmdastjóri GoAir í samtali við The Times of India. „Við erum að draga úr þyngd um borð flugvélanna. Stærð tímaritanna hefur verið minnkuð. Vatnstankarnir eru nú bara fylltir að hluta," segir De Roni. Þetta kemur fram á vef The Times of India. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Indverska flugfélagið GoAir hefur brugðið á það ráð að ráða bara kvenmenn til að þjóna um borð í flugvélum félagsins í ljósi þess að flugþjónar eru almennt þyngri en konurnar. Ástæðan er sú að þyngri áhöfn leiðir til þess að vélarnar eyða meira af eldsneyti, en vegna gengisfalls rúpíunnar hefur verð á eldsneyti hækkað mjög mikið. Um 40% þeirra 300 sem starfa í flugáhöfnum félagsins eru karlmenn eins og sakir standa. Þeir eru að meðaltali 15 - 20 kílóum þyngri en konurnar en hvert kíló kostar um þrjár rúpíur á hverja klukkustund sem flogið er. Félagið áætlar að með því að skipta körlunum út fyrir konur sparist jafnvirði um 60 milljónir króna árlega. Félagið mun ekki segja upp þeim körlum sem starfa þegar fyrir félagið en hefur brugðið á það ráð að hafna öllum körlum sem sækja um sem flugþjónar og ráða einungis flugfreyjur. „Fall rúpíunnar hefur komið mjög illa við flugfélögin. Allir kostnaðarliðir á borð við leigu flugvéla, varahlutir og eldsneytiskostnaður eru tengdir dollaranum. Við erum að leita allra leiða til að draga úr útgjöldum svo að starfsemi sé arðbær," segir Giorgio De Roni, framkvæmdastjóri GoAir í samtali við The Times of India. „Við erum að draga úr þyngd um borð flugvélanna. Stærð tímaritanna hefur verið minnkuð. Vatnstankarnir eru nú bara fylltir að hluta," segir De Roni. Þetta kemur fram á vef The Times of India.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira