Ráða bara flugfreyjur til að spara eldsneyti Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júní 2013 20:00 Richard Branson fengi líkast til ekki starf hjá GoAir ef hann myndi sækja um sem flugþjónn. AFP Indverska flugfélagið GoAir hefur brugðið á það ráð að ráða bara kvenmenn til að þjóna um borð í flugvélum félagsins í ljósi þess að flugþjónar eru almennt þyngri en konurnar. Ástæðan er sú að þyngri áhöfn leiðir til þess að vélarnar eyða meira af eldsneyti, en vegna gengisfalls rúpíunnar hefur verð á eldsneyti hækkað mjög mikið. Um 40% þeirra 300 sem starfa í flugáhöfnum félagsins eru karlmenn eins og sakir standa. Þeir eru að meðaltali 15 - 20 kílóum þyngri en konurnar en hvert kíló kostar um þrjár rúpíur á hverja klukkustund sem flogið er. Félagið áætlar að með því að skipta körlunum út fyrir konur sparist jafnvirði um 60 milljónir króna árlega. Félagið mun ekki segja upp þeim körlum sem starfa þegar fyrir félagið en hefur brugðið á það ráð að hafna öllum körlum sem sækja um sem flugþjónar og ráða einungis flugfreyjur. „Fall rúpíunnar hefur komið mjög illa við flugfélögin. Allir kostnaðarliðir á borð við leigu flugvéla, varahlutir og eldsneytiskostnaður eru tengdir dollaranum. Við erum að leita allra leiða til að draga úr útgjöldum svo að starfsemi sé arðbær," segir Giorgio De Roni, framkvæmdastjóri GoAir í samtali við The Times of India. „Við erum að draga úr þyngd um borð flugvélanna. Stærð tímaritanna hefur verið minnkuð. Vatnstankarnir eru nú bara fylltir að hluta," segir De Roni. Þetta kemur fram á vef The Times of India. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Indverska flugfélagið GoAir hefur brugðið á það ráð að ráða bara kvenmenn til að þjóna um borð í flugvélum félagsins í ljósi þess að flugþjónar eru almennt þyngri en konurnar. Ástæðan er sú að þyngri áhöfn leiðir til þess að vélarnar eyða meira af eldsneyti, en vegna gengisfalls rúpíunnar hefur verð á eldsneyti hækkað mjög mikið. Um 40% þeirra 300 sem starfa í flugáhöfnum félagsins eru karlmenn eins og sakir standa. Þeir eru að meðaltali 15 - 20 kílóum þyngri en konurnar en hvert kíló kostar um þrjár rúpíur á hverja klukkustund sem flogið er. Félagið áætlar að með því að skipta körlunum út fyrir konur sparist jafnvirði um 60 milljónir króna árlega. Félagið mun ekki segja upp þeim körlum sem starfa þegar fyrir félagið en hefur brugðið á það ráð að hafna öllum körlum sem sækja um sem flugþjónar og ráða einungis flugfreyjur. „Fall rúpíunnar hefur komið mjög illa við flugfélögin. Allir kostnaðarliðir á borð við leigu flugvéla, varahlutir og eldsneytiskostnaður eru tengdir dollaranum. Við erum að leita allra leiða til að draga úr útgjöldum svo að starfsemi sé arðbær," segir Giorgio De Roni, framkvæmdastjóri GoAir í samtali við The Times of India. „Við erum að draga úr þyngd um borð flugvélanna. Stærð tímaritanna hefur verið minnkuð. Vatnstankarnir eru nú bara fylltir að hluta," segir De Roni. Þetta kemur fram á vef The Times of India.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira