Erlent

Apple gleður iPhone-eigendur - "eins og nýr sími"

Það er óhætt að segja að eigendur iPhone geti brosað í dag því Apple kynnti í dag glænýtt stýrikerfi fyrir símann. Það er óhætt að segja að hönnunarteymi Apple hafi tekið stýrikerfið rækilega í gegn.

Nýja stýrikerfið heitir iOS 7 og var kynnt á hönnunarráðstefnu í dag. „Þetta er eins og að fá sér nýjan síma,“ sagði aðalhönnuðurinn í dag. Búið er að breyta öllu viðmóti - allt til hins betra segir Apple.

Nú geta iPhone-eigendur notað svokallað „multi-tasking“ til að fara á milli forrita. Þá er búið að setja upp „Control center“ þar sem flýtihnappar eru á margar aðgerðir, svo sem að slökkva og kveikja á þráðlausa netinu. Einnig er búið að breyta myndavélinni rækilega, og er auðveldara að skipta á milli myndbandsupptökuvélar og myndavélar. Þá verður einnig hægt að setja „filter“ á myndirnar í símanum.

Nýja stýrikerfið er væntanlegt í haust.

Núna eru yfir 800 þúsund öpp í Appstore, þar á meðal mörg ný sem kynnt voru til leiks í dag.

Samhliða kynningunni á iOs 7 kynnti Apple forrit sem ætlað er að fara í samkeppni við Spotify og fleiri tónlistarveitur. Forritið verður tengt við iTunes-store.

Horfa má á myndband þar sem allar nýjustu breytingarnar eru kynntar til leiks á heimasíðu Apple.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×