Leið um Teigsskóg í nýtt umhverfismat Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2013 18:55 Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg, og hefur heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um þessa umdeildu leið í nýtt umhverfismat. Deilan um Teigsskóg hefur staðið í áratug og snýst um hvort leggja megi Vestfjarðaveg um skóginn og síðan þvert yfir tvo firði til að losa vegfarendur við tvo fjallvegi. Eigendur tveggja eyðijarða í veglínunni með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist gegn þessum áformum og höfðu betur í Hæstarétti sem dæmdi að þáverandi umhverfisráðherra hefði verið óheimilt að nota umferðaröryggi sem rökstuðning til að vega á móti umhverfisáhrifum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum vildu þá aftur láta reyna á hvort Teigsskógarleiðin væri fær með nýju umhverfismati, því hafnaði fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, - hann vildi aðrar lausnir eins og jarðgöng, sem Vegagerðin segir þremur og hálfum milljarði króna dýrari.Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Til hægri má sjá malarslóða sem liggur um skóginn.Mynd/Stöð 2.Nú er nýr ráðherra búinn að snúa við ákvörðun Ögmundar. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir í fréttum Stöðvar 2 að fyrir um það bil tveimur vikum hafi hún heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um Teigsskóg í nýtt umhverfismat. Þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar, því hafi verið skynsamlegt að setja hana í það ferli strax. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að vinna við nýtt umhverfismat sé þegar hafin og næsta skref verði að senda matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Innanríkisráðherra og vegamálastjóri ætla að ræða samgöngumál á Vestfjörðum á opnum fundi sem Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur boðað til í íþróttahúsinu á Tálknafirði á föstudag klukkan 12.30, en ekki kl. 13.30, eins og áður var búið að kynna. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkilið kallað út vegna ammóníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg, og hefur heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um þessa umdeildu leið í nýtt umhverfismat. Deilan um Teigsskóg hefur staðið í áratug og snýst um hvort leggja megi Vestfjarðaveg um skóginn og síðan þvert yfir tvo firði til að losa vegfarendur við tvo fjallvegi. Eigendur tveggja eyðijarða í veglínunni með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist gegn þessum áformum og höfðu betur í Hæstarétti sem dæmdi að þáverandi umhverfisráðherra hefði verið óheimilt að nota umferðaröryggi sem rökstuðning til að vega á móti umhverfisáhrifum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum vildu þá aftur láta reyna á hvort Teigsskógarleiðin væri fær með nýju umhverfismati, því hafnaði fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, - hann vildi aðrar lausnir eins og jarðgöng, sem Vegagerðin segir þremur og hálfum milljarði króna dýrari.Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Til hægri má sjá malarslóða sem liggur um skóginn.Mynd/Stöð 2.Nú er nýr ráðherra búinn að snúa við ákvörðun Ögmundar. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir í fréttum Stöðvar 2 að fyrir um það bil tveimur vikum hafi hún heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um Teigsskóg í nýtt umhverfismat. Þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar, því hafi verið skynsamlegt að setja hana í það ferli strax. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að vinna við nýtt umhverfismat sé þegar hafin og næsta skref verði að senda matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Innanríkisráðherra og vegamálastjóri ætla að ræða samgöngumál á Vestfjörðum á opnum fundi sem Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur boðað til í íþróttahúsinu á Tálknafirði á föstudag klukkan 12.30, en ekki kl. 13.30, eins og áður var búið að kynna.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkilið kallað út vegna ammóníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira