Leið um Teigsskóg í nýtt umhverfismat Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2013 18:55 Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg, og hefur heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um þessa umdeildu leið í nýtt umhverfismat. Deilan um Teigsskóg hefur staðið í áratug og snýst um hvort leggja megi Vestfjarðaveg um skóginn og síðan þvert yfir tvo firði til að losa vegfarendur við tvo fjallvegi. Eigendur tveggja eyðijarða í veglínunni með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist gegn þessum áformum og höfðu betur í Hæstarétti sem dæmdi að þáverandi umhverfisráðherra hefði verið óheimilt að nota umferðaröryggi sem rökstuðning til að vega á móti umhverfisáhrifum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum vildu þá aftur láta reyna á hvort Teigsskógarleiðin væri fær með nýju umhverfismati, því hafnaði fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, - hann vildi aðrar lausnir eins og jarðgöng, sem Vegagerðin segir þremur og hálfum milljarði króna dýrari.Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Til hægri má sjá malarslóða sem liggur um skóginn.Mynd/Stöð 2.Nú er nýr ráðherra búinn að snúa við ákvörðun Ögmundar. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir í fréttum Stöðvar 2 að fyrir um það bil tveimur vikum hafi hún heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um Teigsskóg í nýtt umhverfismat. Þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar, því hafi verið skynsamlegt að setja hana í það ferli strax. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að vinna við nýtt umhverfismat sé þegar hafin og næsta skref verði að senda matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Innanríkisráðherra og vegamálastjóri ætla að ræða samgöngumál á Vestfjörðum á opnum fundi sem Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur boðað til í íþróttahúsinu á Tálknafirði á föstudag klukkan 12.30, en ekki kl. 13.30, eins og áður var búið að kynna. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg, og hefur heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um þessa umdeildu leið í nýtt umhverfismat. Deilan um Teigsskóg hefur staðið í áratug og snýst um hvort leggja megi Vestfjarðaveg um skóginn og síðan þvert yfir tvo firði til að losa vegfarendur við tvo fjallvegi. Eigendur tveggja eyðijarða í veglínunni með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist gegn þessum áformum og höfðu betur í Hæstarétti sem dæmdi að þáverandi umhverfisráðherra hefði verið óheimilt að nota umferðaröryggi sem rökstuðning til að vega á móti umhverfisáhrifum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum vildu þá aftur láta reyna á hvort Teigsskógarleiðin væri fær með nýju umhverfismati, því hafnaði fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, - hann vildi aðrar lausnir eins og jarðgöng, sem Vegagerðin segir þremur og hálfum milljarði króna dýrari.Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Til hægri má sjá malarslóða sem liggur um skóginn.Mynd/Stöð 2.Nú er nýr ráðherra búinn að snúa við ákvörðun Ögmundar. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir í fréttum Stöðvar 2 að fyrir um það bil tveimur vikum hafi hún heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um Teigsskóg í nýtt umhverfismat. Þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar, því hafi verið skynsamlegt að setja hana í það ferli strax. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að vinna við nýtt umhverfismat sé þegar hafin og næsta skref verði að senda matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Innanríkisráðherra og vegamálastjóri ætla að ræða samgöngumál á Vestfjörðum á opnum fundi sem Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur boðað til í íþróttahúsinu á Tálknafirði á föstudag klukkan 12.30, en ekki kl. 13.30, eins og áður var búið að kynna.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira