Erlent

Skafmiðasnillingur í Washington

Jakob Bjarnar skrifar
Collings kann á skafmiðana.
Collings kann á skafmiðana.
Cary Collings í Washington, Bandaríkjunum er heppnari en flestir. Hann vann nýverið tvo stóra happadrættisvinninga á einum og sama sólarhringnum.

Þetta var í skafmiðahappadrætti. Collings hóf leikinn með að vinna 55,555 dollara sem eru 6,6 milljónir íslenskra króna. Á leið sinni á skrifstofu Washington´s Lottery, ákvað hann að það væri nú kannski í lagi að kaupa sér annan miða, Collings taldi sig hafa efni á því, og, viti menn: Þá datt inn annar enn stærri vinningur. Sá nam 200,000 dollurum eða 24 milljónir króna.

Q13Fox.com greinir frá því að Collings, sem býr í Puyallup í Washington, ætli að nota féð til að greiða skuldir en viti ekki hvað afgangurinn fari í. Hann ætlar ekki að hætta að vinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×