Erlent

Ferðamenn brottfluttir vegna mikilla flóða

Nanna Elísa skrifar
Miklar rigningar hafa fyllt miðbæi borga í Suður-Frakklandi af vatni og nú er svo komið að ferðamönnum er ekki stætt á að dveljast lengur á hótelum í miðbæjum.
Miklar rigningar hafa fyllt miðbæi borga í Suður-Frakklandi af vatni og nú er svo komið að ferðamönnum er ekki stætt á að dveljast lengur á hótelum í miðbæjum.
Mikil flóð í Suðvestur Frakklandi hafa þvingað borgaryfirvöld í Lourdes til þess að loka hinum heilaga pílagrímastað. Brottflutningur ferðamanna og pílagrímsfara úr nálægum hótelum var óhjákvæmilegur og var hann hafinn í morgun. Björgunarmenn hafa þegar flutt hundruðir manna á öruggari stað.

Flóðin hófust í morgun, miðvikudag, en tæplega sex milljónir trúariðkenda hvaðanæva úr heiminum, margir hverjir alvarlega sjúkir, koma þangað í þeim tilgangi að leita uppi kraftaverk og lækninga. Staðurinn hefur verið þekktur pílagrímstaður síðan árið 1858 þegar María Mey birtist franskri stúlku sem var þar stödd.

Bæjarstjórinn í Lourdes, Jean-Pierre Artiganave, segir staðinn ekki munu opna fyrr en hægt sé að tryggja öryggi á staðnum.

Miklar rigningar í ríkinu öllu orsökuðu flóðin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×