Erlent

Þrír menn handteknir í London

Blóm og fánar til minningar um Lee Rigby þar sem hann var myrtur.
Blóm og fánar til minningar um Lee Rigby þar sem hann var myrtur. mynd/AFP

Breska lögreglan handtók í gær þrjá menn sem grunaðir eru um aðild að morðinu á breska hermanninum Lee Rigby í Woolwich í Lundúnum í vikunni. Málið hefur vakið mikinn óhug.

Árásarmennirnir óku á Rigby og réðust síðan á hann með hnífum. Málið er rannsakað sem hryðjuverkaárás og eru ódæðismennirnir sagðir tengjast öfgasinnuðum íslamistum.

Þá óttast yfirvöld í Lundúnum að morðið komi til með að auka andúð Breta á múslimum. Róttækir hópar hægrimanna efndu til mótmælagöngu í Newcastle í gær þar sem nafn Rigbys hrópað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×